Monday, November 15, 2010
litla systir mín og kanínan
ég á kanínubangsa sem er alveg rosalega sætur og ég held ótrúlega mikið upp á. litla systir mín sem er bara 1 árs en elskar þennan bangsa og engann annan og það sem gerist þá er að við erum alltaf að rífast um bangsann. um daginn þá sá mamma svolítið fyndið, litla systir var að gefa bangsanum cheerios ( serjós ) að borða við morgunverðarborðið og svo þegar hún átti að fara í leikskólann þá var bjó hún um hann með kodda undir höfðinu og sæng ofan á sér. hún heldur greinilega mikið upp á þennan bangsa og þegar ég er hætt að leika mér með hann þá ætla ég að gefa henni hann.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
En mig langar í þessa þarna. Mááá ég fá kanínu? Svona litla, sæta með alltof stuttar framloppur.
ReplyDeleteÉg er ekki viss um að þetta sé kanína. Þetta getur verið köttur sem hefur teygt úr eyrunum og dregið inn loppurnar til að villa músum sýn. Kettir í sumum löndum stunda það víst.
ReplyDeleteÉg átti líka uppáhaldsbangsa þegar ég var lítill. Hann svaf alltaf uppí hjá mér. En þegar ég var orðinn 19 ára fannst honum ég vera orðinn svo fyrirverðarmikill að hann spurði hvort hann gæti ekki fengið eigið rúm. Ég hef nú aldrei fyrirgefið honum það.
Þetta átti að vera fyrirferðarmikill ...
ReplyDeleteÞegar ég var lítil var uppáhaldsbangsinn minn líka kanína. Ég elskaði hann en þegar ég var fjögurra ára gleymdi ég honum á flugvelli á Kanaríeyjum. Þó ég hafi fengið nýjan kaninubangsa var ég lengi ansi sorgmædd yfir því.
ReplyDeleteMér finnst bloggið þitt rosa fínt!
http://www.oddmusic.com/gallery/om06800.html
ReplyDeleteÞetta er slóð á mynd af mér með hljóðfæri sem ég fann upp þegar ég var ungur. Ég smíðaði það úr fiðlu og gömlum ísskáp og ætlaði að verða frægur með því að spila á það. En það lögðu alltaf allir á flótta þegar ég byrjaði að spila. Mig dreymir um að þú lærir á það svo ég geti gefið þér það. Það heitir Bowafridgeaphone.
Pabbi þú verður örugglega að gefa henni þetta SVO hún geti lært á það, við músaketill getum hjálpað þér að smíða nýtt svona handa Vöku.
ReplyDeleteMikið er þessi kanína heppin að öllum skuli þykja svona vænt um hana!
Katla frænka
Vaka mín, mikið ertu hugulsöm og góð, að ætla að gefa litlu systur Kanínubangsann, þegar þú ert hætt að leika með hann.
ReplyDeleteHlakka til að sjá þig um helgina.
Amma Íris
Hæhæ Vaka! Fínt og skemmtilegt blogg, loksins fann ég það! Vona að ég sé á réttri slóð! Fyndið, litli bróðir minn sem er 3-gja ára á líka uppáhalds-bangsa sem er kanína! haha! Hlakka til að sjá þig á mrg í fimleikum og hlakka til að sýna með þér á sýninguni á sunnudaginn ;)
ReplyDeleteÞín vinkona,
Aldís Eyja :)
This comment has been removed by the author.
ReplyDeleteHæ hæ Vaka!!!!!Fyrsti bangsinn minn var Pó og ég hélt mikið upp á hann.Æi krúttið hún Beta að gefa
ReplyDeletekanínubangsanum þínum cheerios! :)
Kv. Auja Bauja ;)