Bara allskonar
Monday, December 6, 2010
Piparkökuskreytingar
Við á Ránargötunni ákváðum að baka piparkökur um helgina og skreyta daginn eftir.Vinkona mömmu og fjölskylda hennar komu og við bökuðum mikið af bæði girnilegum og bragðgóðum piparkökum. Þegar allir voru orðnir alveg dauðþreyttir og við ætluðum að fara að setjast inn í stofu og drekka kaffi þá loksins kom í ljós að við höfðum aðeins bakað u.þ.b einn fjórða af piparkökudeiginu Núna eftir bara 2 daga hef ég fengið meira en nóg af piparkökudeigi og mér er orðið illt í maganum af því að ég borðaði svo mikið af piparkökum. Það skánaði heldur ekki þegar við skreyttum piparkökurnar og þegar litla skrímslið á heimilinu (litla systir mín) ákvað að mata mig á glassúr. Núna sit ég veik heima með hræðilega magapínu og ætla ekki að borða piparkökur í bráð.
Monday, November 15, 2010
litla systir mín og kanínan
ég á kanínubangsa sem er alveg rosalega sætur og ég held ótrúlega mikið upp á. litla systir mín sem er bara 1 árs en elskar þennan bangsa og engann annan og það sem gerist þá er að við erum alltaf að rífast um bangsann. um daginn þá sá mamma svolítið fyndið, litla systir var að gefa bangsanum cheerios ( serjós ) að borða við morgunverðarborðið og svo þegar hún átti að fara í leikskólann þá var bjó hún um hann með kodda undir höfðinu og sæng ofan á sér. hún heldur greinilega mikið upp á þennan bangsa og þegar ég er hætt að leika mér með hann þá ætla ég að gefa henni hann.
Wednesday, November 10, 2010
ÍSKISI
Þessi kisi hefur verið að smakka ís í fyrsta sinn og mér sýnist hann vera ánægður. Auk þess er hann með svolítið flotta tungu!
Þessi ís minnir mig á ísinn sem við fengum í jó, jó ísbúðinni sem er kópavogi á nýbílavegi 18. Fyrir alla þá sem hafa ekki prófað jó, jó þá er hún geggjuð, en ef að þú hefur prófað hana þá veistu örugglega hvað ég er að tala um.
Subscribe to:
Posts (Atom)