Monday, December 6, 2010
Piparkökuskreytingar
Við á Ránargötunni ákváðum að baka piparkökur um helgina og skreyta daginn eftir.Vinkona mömmu og fjölskylda hennar komu og við bökuðum mikið af bæði girnilegum og bragðgóðum piparkökum. Þegar allir voru orðnir alveg dauðþreyttir og við ætluðum að fara að setjast inn í stofu og drekka kaffi þá loksins kom í ljós að við höfðum aðeins bakað u.þ.b einn fjórða af piparkökudeiginu Núna eftir bara 2 daga hef ég fengið meira en nóg af piparkökudeigi og mér er orðið illt í maganum af því að ég borðaði svo mikið af piparkökum. Það skánaði heldur ekki þegar við skreyttum piparkökurnar og þegar litla skrímslið á heimilinu (litla systir mín) ákvað að mata mig á glassúr. Núna sit ég veik heima með hræðilega magapínu og ætla ekki að borða piparkökur í bráð.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Þú mátt alveg gefa ömmu restina af piparkökunum og enginn nennir að baka piparkökur handa afa sem er lasinn og hann myndi þiggja nokkrar.
ReplyDeleteHlakka til að sjá þig baka lússikatter á miðvikudaginn. Góðan bata ástin mín.
Amma Íris
Fyrirgefðu, ástin mín, að ég skyldi ekki bjóða upp á neinn mat í tvo daga og bara gefa ykkur systrum piparkökudeig og glassúr í öll mál. Þetta kemur ekki fyrir aftur.
ReplyDeleteKnús, mamma
mmm ég vil endilega fá fleiri piparkökur, þær voru ljúffengar-en vonandi batnar þér fljótt og litla piparkökugrísnum líka:)
ReplyDeleteVonandi hafið þið ekki hent afganginum af deiginu. Mig minnir að í næringarfræðinni sem ég lærði í skólanum hafi piparkökur verið rétt fyrir neðan brúnt kremkex sem var efst í næringarpíramídanum. Ég fékk eintómar piparkökur í morgunmat þangað til ég var tvítugur. Það er þeim að þakka að ég er svo glæsilegur útlits, vel tenntur, sterkur og fimur. Segðu mömmu þinni að halda áfram að baka, vertu dugleg að borða og gefðu litla krúttabuffinu líka.
ReplyDeleteP.S.: Glassúrinn er sérstaklega hollur. Í honum eru t.d. Á- og Þ-vítamín sem gefin eru píanóleikurum sem vilja geta spilað hraðar og fimleikafólki sem vill geta hnýtt slaufu á lappirnar á sér. Einnig má nefna Æ-vítamín, sem öllum frægum kórum er gefið með morgunmatnum.
Vaka mín endilega haltu áfram að blogga- ég sakna þess að lesa nýtt blogg frá þér
ReplyDeleteÞín amma
Hæ hæ Vaka!
ReplyDeleteÉg vil fá meira blogg frá þér!
ReplyDeleteÉg sakna þess!
Auja