Monday, December 6, 2010
Piparkökuskreytingar
Við á Ránargötunni ákváðum að baka piparkökur um helgina og skreyta daginn eftir.Vinkona mömmu og fjölskylda hennar komu og við bökuðum mikið af bæði girnilegum og bragðgóðum piparkökum. Þegar allir voru orðnir alveg dauðþreyttir og við ætluðum að fara að setjast inn í stofu og drekka kaffi þá loksins kom í ljós að við höfðum aðeins bakað u.þ.b einn fjórða af piparkökudeiginu Núna eftir bara 2 daga hef ég fengið meira en nóg af piparkökudeigi og mér er orðið illt í maganum af því að ég borðaði svo mikið af piparkökum. Það skánaði heldur ekki þegar við skreyttum piparkökurnar og þegar litla skrímslið á heimilinu (litla systir mín) ákvað að mata mig á glassúr. Núna sit ég veik heima með hræðilega magapínu og ætla ekki að borða piparkökur í bráð.
Subscribe to:
Posts (Atom)